
Aðgerðir á snertiskjá
Til að nota notendaviðmótið bankarðu á eða pikkar og heldur snertiskjánum.
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu
Pikkaðu á forritið eða eininguna.
Skjótur aðgangur að aðgerðum
Pikka í og halda atriði. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í boði. Til að
senda mynd eða eyða vekjara pikkarðu og heldur myndinni eða vekjaranum og velur
viðeigandi valkost á sprettivalmyndinni.
Grunnnotkun 19

Ef þú pikkar og heldur heimaskjánum verður ritvinnslustilling virk.
Draga atriði
Haltu inni hlut og renndu fingri yfir skjáinn. Hluturinn eltir fingurinn.
20 Grunnnotkun

Hægt er að draga hluti á heimaskjánum eða aðalvalmyndinni þegar ritvinnslustilling
hefur verið virkjuð.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu honum ákveðið í tiltekna átt.
Þegar þú skoðar mynd skaltu t.d. strjúka til vinstri til að skoða næstu mynd.
Flett á lista eða valmynd
Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður skjáinn og lyftu honum
síðan. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut
af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.
Auka aðdrátt
Settu tvo fingur á hlut, til dæmis mynd, vefsíðu eða kortamynd, og færðu fingurna í
sundur.
Minnka aðdrátt
Settu tvo fingur á hlut og renndu fingrunum saman.
Grunnnotkun 21

Ábending: Þú getur einnig bankað tvisvar til að stækka eða minnka aðdrátt.