Nokia N8 00 - Aðgerðir á snertiskjá

background image

Aðgerðir á snertiskjá

Til að nota notendaviðmótið bankarðu á eða pikkar og heldur snertiskjánum.
Opnaðu forrit eða aðra skjáeiningu

Pikkaðu á forritið eða eininguna.
Skjótur aðgangur að aðgerðum

Pikka í og halda atriði. Sprettivalmynd opnast með valkostum sem eru í boði. Til að

senda mynd eða eyða vekjara pikkarðu og heldur myndinni eða vekjaranum og velur

viðeigandi valkost á sprettivalmyndinni.

Grunnnotkun 19

background image

Ef þú pikkar og heldur heimaskjánum verður ritvinnslustilling virk.

Draga atriði

Haltu inni hlut og renndu fingri yfir skjáinn. Hluturinn eltir fingurinn.

20 Grunnnotkun

background image

Hægt er að draga hluti á heimaskjánum eða aðalvalmyndinni þegar ritvinnslustilling

hefur verið virkjuð.
Strjúka

Settu fingur á skjáinn og renndu honum ákveðið í tiltekna átt.

Þegar þú skoðar mynd skaltu t.d. strjúka til vinstri til að skoða næstu mynd.
Flett á lista eða valmynd

Settu fingurinn á skjáinn, renndu honum hratt upp eða niður skjáinn og lyftu honum

síðan. Flett er áfram í efni skjásins á sama hraða og í sömu átt og áður. Til að velja hlut

af flettilistanum og stöðva hreyfinguna smellirðu á hlutinn.

Auka aðdrátt

Settu tvo fingur á hlut, til dæmis mynd, vefsíðu eða kortamynd, og færðu fingurna í

sundur.

Minnka aðdrátt

Settu tvo fingur á hlut og renndu fingrunum saman.

Grunnnotkun 21

background image

Ábending: Þú getur einnig bankað tvisvar til að stækka eða minnka aðdrátt.