Nokia N8 00 - Notkun tækisins án tengingar

background image

Notkun tækisins án tengingar

Á stöðum þar sem þú vilt ekki hringja eða svara símtölum er engu að síður hægt að

opna dagbókina, tengiliðalistann og leiki án nettengingar ef ótengda sniðið er gert

virkt. Slökktu á tækinu þar sem notkun þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún

kann að valda truflunum eða hættu.
Á heimaskjánum velurðu sniðið og

Án tengingar

.

Þegar ótengda sniðið er virkt er lokað á tengingu þína við farsímakerfið. Lokað er á allar

sendingar útvarpsmerkja á milli tækisins og farsímakerfisins. Ef þú reynir að senda

skilaboð er það geymt í möppunni úthólf og er einungis sent þegar kveikt er á öðru

sniði.
Hægt er að nota tækið án SIM-korts. Slökktu á tækinu og taktu SIM-kortið úr því. Þegar

þú kveikir aftur á því verður ótengda sniðið virkt.

Mikilvægt: Í ótengdu sniði er ekki hægt að hringja, svara símtölum eða nota aðra

valkosti þar sem þörf er á tengingu við farsímakerfi. Hugsanlega er hægt að hringja í

það neyðarnúmer sem er forritað í tækið. Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að skipta

um snið.
Þegar þú notar ótengda sniðið geturðu áfram tengst þráðlausu staðarneti, t.d. til þess

að lesa tölvupóst eða vafra á internetinu. Einnig má nota Bluetooth. Mundu að fara að

öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á þráðlausri staðarnetstengingu eða

Bluetooth-tengingu.