
Notkun skjályklaborðs
Veldu einhvern innsláttarreit til að birta skjályklaborðið. Hægt er að nota skjályklaborðið
bæði í langsniði og skammsniði.
Skjályklaborð í skammsniði er ef til vill ekki í boði fyrir öll innsláttartungumál.
1 Sýndarlyklaborð
2 Takkinn Loka - Loka sýndarlyklaborðinu.
3 Skiptitakki og hástafalás - Til að slá inn hástaf þegar skrifað er með lágstöfum, eða
öfugt, skaltu velja takkann áður en stafurinn er sleginn inn. Til að stilla á hástafalás
skaltu velja takkann tvisvar.
4 Stafasvið - Veldu stafasvið, t.d. tölur eða stafi með kommu eða sérstafi.
Grunnnotkun 23

5 Örvatakkar - Til að færa bendilinn til vinstri eða hægri.
6 Bilstika - Til að setja inn bil.
7 Innsláttarvalmynd - Kveikja á flýtiritun eða breyta tungumáli texta.
8 Færslutakki - Til að færa bendilinn yfir í næstu línu eða innsláttarreit.
Viðbótaraðgerðir fara eftir því hvað er verið að gera. Í veffangsreit vafrans er
bendillinn til dæmis notaður til að opna.
9 Bakktakki - Eyða staf.
Skiptu milli skjályklaborðsins og takkaborðsins í andlitsstillingu
Veldu >
Bók- og tölustafatakkab.
eða
QWERTY-lyklaborð
.
Settu kommu fyrir ofan staf
Veldu stafinn og haltu honum inni.