Leiðsögn til áfangastaðar
Veldu
Valmynd
>
Kort
.
Kort sýnir þér hvað er í nágrenninu, auðveldar þér að skipuleggja ferðina og leiðbeinir
þér á ákvörðunarstað, án endurgjalds. Þú getur:
•
Fundið borgir, götur og þjónustu
•
Fundið leiðina með leiðsögn skref fyrir skref
•
Samstillt uppáhaldsstaði þína á milli farsímans og Ovi Maps internetþjónustunnar
Kort 77
•
Skoðað veðurspána og aðrar staðbundnar upplýsingar sem eru í boði.
Ábending: Einnig geturðu valið leið á tölvunni með Ovi-kortaþjónustunni og afritað
leiðina yfir í tækið. Nánari upplýsingar eru á www.ovi.com.
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera
eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónusturnar kunna að vera háðar netkerfi.
Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Notkun á þjónustunni eða niðurhal á efni getur falið í sér stórar gagnasendingar og því
þarf e.t.v. að greiða fyrir gagnaflutning.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei skal
treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Sumt efni er framleitt af þriðju aðilum en ekki Nokia. Efnið kann að vera ónákvæmt og
veltur á framboði.