Ábendingar um myndir og myndskeið
Haltu myndatökutakkanum inni.
Þegar mynd er tekin:
•
Nota skal báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
•
Við aukinn aðdrátt getur dregið úr myndgæðum.
•
Myndavélin fer í orkusparnaðarstöðu ef hún er ekki notuð í u.þ.b. eina mínútu. Ýttu
á myndavélartakkann til að kveikja á myndavélinni.
•
Þú getur sérstillt skilgreiningar notanda sem sjálfgefið umhverfi sem notað er í hvert
sinn sem þú opnar myndavélina. Veldu
>
Myndumhv.
>
Notandi
tilgreinir
>
Breyta
. Breyttu stillingunum og veldu
Nota sem sjálfg. umhverfi
>
Já
.
•
Halda skal öruggri fjarlægð þegar flassið er notað. Ekki má nota flassið á fólk eða
dýr sem eru mjög nálægt. Ekki má hylja flassið þegar mynd er tekin.
Til að taka upp háskerpumyndskeið:
•
Lokaðu öllum forritum sem eru opin áður en upptaka hefst.
•
Taktu upp á gagnageymslu tækisins, ef hægt er.
•
Ef tekið er upp á microSD-minniskort skal nota kort í flokknum 4 (32 Mbit/s (4 MB/
s)), eða hærri flokk, frá viðurkenndum framleiðanda.
Fyrir fyrstu upptöku skaltu taka öryggisafrit af öllum mikilvægum gögnum sem eru
á kortinu og nota tækið til að forsníða kortið, jafnvel þótt það hafi verið forsniðið
eða notað í Nokia-tæki. Þegar minniskort er forsniðið eyðileggjast öll gögn sem eru
á því.
Myndavél 63
Ef afkastageta kortsins minnkar með tímanum skaltu taka öryggisafrit af öllum
mikilvægum gögnum sem eru á kortinu og nota tækið til að forsníða kortið.