Myndataka
Haltu myndatökutakkanum inni.
1 Ýttu myndatökutakkanum hálfa leið niður til að festa fókus á hlut (ekki í boði í
landslagsstillingu eða íþróttastillingu). Grænn fókusvísir birtist. Hafi fókusinn ekki
verið festur birtist rauður fókusvísir. Slepptu myndatökutakkanum og ýttu honum
aftur niður til hálfs. Einnig er hægt að taka mynd án þess að fókusinn hafi verið
festur.
2 Ýttu á myndavélartakkann. Hreyfðu ekki tækið fyrr en myndin hefur verið vistuð og
birtist á skjánum.
Aðdráttur aukinn eða minnkaður
Notaðu hljóðstyrkstakana.
Gerðu andlitskennsl virk
1 Veldu
>
Andl.kennsl
. Aðgerðin andlitskennsl greinir andlit og dregur
hvíta rétthyrninga umhverfis þau, jafnvel þegar þau eru á hreyfingu. Gulur
rétthyrningur er umhverfis forgangsandlitið.
2 Ýttu myndatökutakkanum hálfa leið niður til að hafa fókus á forgangsandlitið.
Grænn fókusvísir birtist.
3 Ýttu á myndavélartakkann. Hreyfðu ekki tækið fyrr en myndin hefur verið vistuð og
birtist á skjánum.
Myndir og myndskeið eru vistuð í gagnageymslunni.
Myndavél 61