
Upptaka myndskeiða
Auk þess að taka myndir með tækinu geturðu fangað sérstök augnablik sem myndskeið.
Haltu myndatökutakkanum inni.
1 Til að skipta úr kyrrmyndastillingu yfir í hreyfimyndastillingu, ef þörf krefur, velurðu
.
2 Ýttu á myndatökutakkann til að hefja upptökuna. Rautt upptökutákn birtist.
3 Veldu
Hlé
til að setja upptöku í bið. Ef þú gerir hlé á upptöku og ýtir ekki á neinn
takka innan fimm mínútna stöðvast upptakan.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að auka eða minnka aðdrátt.
4 Ýttu á myndatökutakkann til að stöðva upptökuna. Myndskeiðið vistast sjálfkrafa í
Myndir.
Hægt er að taka upp háskerpumyndskeið. Ef myndskeið eru tekin upp á minniskort er
best að nota hraðvirkt hágæða microSD-kort frá viðurkenndum framleiðanda. Mælt er
með því að nota microSD-kort í flokknum 4 (32 Mbit/s (4 MB/s)) eða hærri flokk.
Ábending: Hægt er að senda myndskeiðið í margmiðlunarskilaboðum. Til að
myndskeiðið sé hæfilega stórt til sendingar velurðu
Valkostir
>
Stillingar
>
Gæði
myndskeiða
áður en upptaka fer fram, og dregur síðan stikuna að
Grunngerð
.