Vista staðsetningargögn í myndum og myndskeiðum
Ef þú átt stundum erfitt með að muna hvar einhver mynd eða eitthvert myndskeið voru
tekin geturðu stillt tækið til að skrá staðsetninguna sjálfvirkt.
Hægt er að tengja upplýsingar um staðsetningu við mynd eða myndskeið ef hægt er að
finna staðsetningarhnit um símkerfi og GPS. Ef mynd eða myndskeið með
staðsetningarupplýsingum er samnýtt, þá geta þeir sem skoða myndina eða
myndskeiðið e.t.v. séð upplýsingarnar. Hægt er að gera landmerki óvirk í stillingum
myndavélarinnar.
Haltu myndavélartakkanum inni.
Virkja skráningu staðsetningar
Veldu
Valkostir
>
Stillingar
>
Vista staðsetningu
>
Já
.
Það getur tekið nokkrar mínútur að fá staðsetningarhnitin. Staðsetning, byggingar,
náttúrulegar hindranir og veðurskilyrði geta haft áhrif á móttöku og gæði GPS-merkja.
Ef skrá sem inniheldur upplýsingar um staðsetningu er samnýtt eru einnig
staðsetningarupplýsingarnar samnýttar og þriðji aðili sem sér skrána kann að sjá
staðsetninguna. Þessi möguleiki krefst sérþjónustu.
Upplýsingar um staðsetningu:
— Upplýsingar um staðsetningu eru ekki í boði. Staðsetningargögn eru ef til vill ekki
vistuð í myndum eða myndskeiðum.
— Staðsetningarupplýsingar eru tiltækar. Staðsetningargögn eru vistuð í myndum
eða myndskeiðum.