
Tækið tengt við sjónvarp um HDMI
Hægt er að nota samhæft HDMI-millistykki og staðlaða HDMI-snúru til að tengja tækið
við sjónvarp eða samhæft heimabíó. Myndir og myndskeið halda upprunalegum mynd-
og hljóðgæðum.
1 Tengdu HDMI-millistykki við HDMI-tengi tækisins.
HDMI-millistykki
2 Tengdu HDMI-snúru við millistykkið og síðan við HDMI-tengi sjónvarps. Þú getur
þurft að stilla yfir á HDMI á sjónvarpinu handvirkt.
3 Veldu mynd eða myndskeið til að skoða í sjónvarpinu.