
Horft á vefsjónvarp
Með vefsjónvarpinu geturðu fylgst með fréttum og því nýjasta sem er að gerast í
uppáhaldssjónvarpsþáttunum þínum.
Veldu
Valmynd
>
Vefsjónvarp
og síðan þjónustu.
Til að straumspila efni um vefsjónvarp verður að nota 3G, 3.5G eða þráðlausa tengingu.
Notkun vefsjónvarpsþjónustu getur falið í sér mikinn gagnaflutning. Hafðu samband
við netþjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Úrval af foruppsettum vefsjónvarpsþjónustum fer eftir landi og þjónustuveitu. Efni í
vefsjónvarpi getur verið mismunandi eftir þjónustuveitum.
1 Strjúktu skjáinn til að fletta í sjónvarpsefni.
2 Til að hefja spilun skaltu velja smámynd.
3 Til að sjá eða fela stýritakkana meðan á spilun stendur bankarðu í skjáinn.
4 Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla hljóðstyrkinn.
Vefgræju fyrir sjónvarp bætt við heimaskjáinn
Haltu heimaskjánum og veldu og viðeigandi vefsjónvarp.
70 Myndskeið og sjónvarp

Fleiri vefsjónvarpsþjónustur
Til að sækja vefsjónvarpsþjónustu frá Ovi-verslun Nokia skaltu velja
Sækja meira
. Sótt
þjónusta er vistuð í möppunni Forrit, en þú getur fært hana í aðra möppu, t.d. í sérstaka
vefsjónvarpsmöppu.
Nánari upplýsingar um Ovi-verslun eru á www.ovi.com.