Settu upp Nokia Ovi Suite á tölvunni þinni
Með forritinu Nokia Ovi Suite getur þú skipulagt efni á tækinu þínu og haft það samstillt
við tölvuna þína. Þú getur líka uppfært nýjasta hugbúnaðinn á tækinu þínu og hlaðið
niður kortum.
Þú getur hlaðið nýjustu útgáfunni af Nokia Ovi Suite á www.ovi.com/suite niður á
tölvuna þína.
Ef tölvan þín getur ekki tengst netinu skaltu setja upp Nokia Ovi Suite af minni tækisins:
1 Notaðu samhæfa USB-snúru til að tengja tækið við tölvu.
Ef þú ert að nota Windows XP eða Windows Vista skaltu breyta USB-stillingu tækisins
yfir í
Gagnaflutningur
. Til að kveikja á USB-stillingu í tækinu skaltu velja
tilkynningasvæði í hægra horninu efst og velja
>
Gagnaflutningur
.
Gagnageymsla tækisins og minniskortið birtast sem færanlegir diskar á tölvunni.
2 Á tölvunni þinni skaltu velja setja upp Nokia Ovi Suite.
18 Settu upp Nokia Ovi Suite á tölvunni þinni
Ef uppsetningarglugginn opnast ekki sjálfkrafa skaltu opna uppsetningarskrána
handvirkt. Veldu Open folder to view files (opna möppu til að skoða skrár) og
tvísmelltu á Install_Nokia_Ovi_Suite.exe.
3 Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast.
4 Ef þú notar Windows XP eða Windows Vista á tölvunni skaltu gæta þess að USB-
stilling tækisins sé stillt á
Nokia Ovi Suite
þegar uppsetningunni lýkur.
Nánari upplýsingar um Nokia Ovi Suite eru á www.ovi.com/suite.
Til að skoða hvaða stýrikerfi eru studd af Nokia Ovi Suite skaltu fara á www.nokia.com/
support.