
Auka laust minni vegna meira efnis
Þarftu að auka laust minni í tækinu til að geta sett upp fleiri forrit og bætt inn meira
efni?
Flyttu gögn í gagnageymsluna, á samhæft minniskort (ef það er notað) eða yfir í
samhæfa tölvu.
Einnig geturðu fjarlægt eftirfarandi sé ekki lengur þörf á því:
•
Texta- og margmiðlunarskilaboð og tölvupóstskeyti
•
Tengiliðarupplýsingar og -færslur
•
Forrit
•
Uppsetningarskrár (.sis eða .sisx) uppsettra forrita. Afritaðu skrárnar yfir í samhæfa
tölvu.
•
Myndir og myndskeið á myndaskjánum. Afritaðu skrárnar yfir í samhæfa tölvu.
Ábending: Ef í tækinu eru útrunnar reynslu- eða kynningarútgáfur forrita skaltu
fjarlægja þær.