Rafhlaðan hlaðin gegnum USB
Er lítil hleðsla á rafhlöðunni en þú ekki með hleðslutækið með þér? Hægt er að nota
samhæfa USB-snúru til að tengjast samhæfu tæki, svo sem tölvu.
Tækið tekið í notkun 13
Farðu varlega þegar þú tengir eða aftengir snúru hleðslutækis til að brjóta ekki
hleðslutengið.
Ef tækið er tengt við tölvu geturðu samstillt það meðan það hleðst.
Hleðsla gegnum USB getur tekið lengri tíma að byrja og virkar hugsanlega ekki ef þú
tengist gegnum USB-deilibox sem fær straum úr tölvu. Tækið hleðst hraðar ef það er
tengt við innstungu.
Þegar rafhlaðan er í hleðslu logar á hleðsluljósinu við hliðina á USB-tenginu. Stöðuljós
hleðslutækisins blikkar þegar lítil hleðsla er á rafhlöðunni. Nokkur tími getur liðið þar
til hleðslan hefst.