Um rafhlöðuna
Tækið þitt er með innbyggða, fasta, endurhlaðanlega rafhlöðu. Notaðu aðeins
hleðslutæki sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessu tæki. Einnig er hægt að
nota samhæfa USB-gagnasnúru til að hlaða tækið.
Ekki skal reyna að fjarlægja rafhlöðuna úr tækinu. Fara skal með tækið til næsta
viðurkennda þjónustuaðila til að skipta um rafhlöðuna.
Samþykktir söluaðilar kunna einnig að bjóða að skipta um rafhlöðu.
Mikilvægt: Aðeins á að fela fagmönnum eða viðurkenndum þjónustuaðila að
skipta um rafhlöðu. Ábyrgð getur fallið úr gildi ef skipt er um rafhlöðu af öðrum en
viðurkenndum aðilum.
Þegar tækið er orðið afllítið fer það á orkusparnaðarstillingu. Ekki er víst að hægt sé að
breyta stillingum tiltekinna forrita. Til að slökkva á orkusparnaðarstillingu skaltu ýta á
rofann og velja
Óvirkja orkusparnað
.