SIM-kortið sett í eða fjarlægt
Ekki skal festa neina límmiða við SIM-kortið.
Mikilvægt: Ekki skal nota mini-UICC SIM-kort, einnig þekkt sem micro-SIM-kort,
micro-SIM-kort með millistykki eða SIM-kort með mini-UICC straumloka (sjá mynd) í
þessu tæki. Micro SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Þetta tæki styður ekki notkun
micro SIM-korta og ef ósamhæf SIM-kort eru notuð getur það valdið skemmdum á
minniskortinu eða tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta skemmst.
1 Hlíf yfir minniskortsrauf
2 Hlíf yfir SIM-kortsrauf
SIM-korti komið fyrir
1 Slökktu á tækinu.
2 Opnaðu minniskortsraufina með nöglinni.
Tækið tekið í notkun
9
3 Opnaðu SIM-kortsraufina.
4 Settu inn SIM-kortið. Ýttu kortinu inn þangað til þú heyrir smell.
Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins snúi niður.
SIM-kort fjarlægt
1 Slökktu á tækinu.
2 Opnaðu minniskortsraufina með nöglinni.
3 Opnaðu SIM-kortsraufina og ýttu kortinu inn þangað til þú heyrir smell.
4 Dragðu kortið út.