Nokia N8 00 - Taktu tækið í notkun

background image

Taktu tækið í notkun

Tækið leiðbeinir þér í gegnum einfaldar aðgerðir þegar þú kemur SIM-kortinu fyrir og

kveikir á tækinu í fyrsta skipti. Þú verður að stofna Nokia-áskrift til að geta notað alla

Ovi-þjónustu Nokia. Þú getur einnig afritað tengiliði og annað efni úr eldra tækinu þínu.
Til að geta stofnað Nokia-áskrift þarftu að vera með nettengingu. Hafðu samband við

þjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld. Ef þú getur ekki

tengst netinu geturðu stofnað áskrift síðar.
Ábending: Til að stofna og stjórna Nokia-áskriftinni þinni á internetinu ferðu á

www.ovi.com.
Ef þú ert með Nokia-áskrift nú þegar skaltu skrá þig inn.
Ábending: Ertu búinn að gleyma lykilorðinu? Þú getur beðið um að fá það sent í

tölvupósti eða í textaskilaboðum.
Notaðu Símaflutningur-forritið til að afrita efni, svo sem:

Tengiliðir

Skilaboð

Myndir og myndskeið

Einkastillingar

Þegar þú setur upp pósthólf geturðu látið innhólfið birtast á heimaskjánum svo

auðveldara sé fyrir þig að fylgjast með póstinum.
Ef þú þarft að hringja í neyðarnúmer meðan uppsetning fer fram ýtirðu á

valmyndartakkann.