Um FM-sendinn
Veldu
Valmynd
>
Tónlist
>
FM-sendir
.
Með FM-sendinum geturðu spilað lög sem eru geymd á tækinu þínu í gegnum samhæft
FM-útvarp, svo sem bílaútvarp eða heimilishljómtæki.
Hægt er að nota FM-sendinn þótt hann sé í allt að 2 metra fjarlægð. Hindranir, svo sem
veggir, önnur raftæki eða almennar útvarpsstöðvar, geta truflað sendinguna. Tíðnisvið
FM-sendisins er mismunandi eftir landsvæði.
74 Tónlist og hljóð
FM-sendirinn getur truflað nálæga FM-móttakara sem eru á sömu tíðni. Til að forðast
truflun skal alltaf leita að lausri FM-tíðni á móttakaranum áður en FM-sendirinn er
virkjaður.
Ekki er hægt að nota FM-sendinn um leið og FM-útvarpið í tækinu er notað.
Til athugunar: Notkun á FM-sendi kann að vera takmörkuð í sumum löndum.
Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við yfirvöld á staðnum og fara á
www.nokia.com/fmtransmitter.