Nokia N8 00 - Senda mynd eða annað efni í önnur tæki með Bluetooth

background image

Senda mynd eða annað efni í önnur tæki með Bluetooth

Hægt er að nota Bluetooth til að senda myndir, myndskeið, nafnspjöld, dagbókaratriði

og annað efni í samhæf tæki vina og í tölvu.
Fleiri en ein Bluetooth-tenging getur verið virk í einu. Til dæmis er hægt að flytja skrár

úr tækinu jafnvel þótt það sé tengt við höfuðtól.
1 Veldu og haltu inni hlutnum, til dæmis mynd. Veldu

Senda

>

Með Bluetooth

á

sprettivalmyndinni.

2 Veldu tækið sem á að tengjast. Ef tækið sem þú vilt tengjast birtist ekki velurðu

Fleiri tæki

til að leita að því. Bluetooth-tæki sem finnast koma fram á skjánum.

3 Sláðu inn lykilorð ef hitt tækið krefst þess. Slá þarf lykilorðið, sem þú getur valið

sjálf(ur), inn í bæði tækin. Lykilorð er fyrirfram skilgreint í sumum tækjum. Nánari

upplýsingar er að finna í notendahandbók tækisins.

Lykilorðið gildir aðeins fyrir tenginguna sem er virk.

4 Ef þú tengist oft við tækið geturðu skilgreint það sem heimilað með því að

samþykkja heimildarbeiðnina

Heimila tæki að koma sjálfvirkt á tengingu?

við

pörun. Ef tækið er heimilað þarf ekki að slá inn lykilorð í hvert skipti.