Skrár vistaðar á ytra drifi
Ef þú vilt taka öryggisafrit af gögnunum þínum eða spara pláss á tækinu geturðu notað
ytra drif til að vista og vinna með skrár.
Veldu
Valmynd
>
Stillingar
og
Tengingar
>
Ytri drif
.
Þú getur fengið stillingar fyrir ytra drif sendar sem stillingaboð frá þjónustuveitunni.
Opnaðu skilaboðin og vistaðu stillingarnar.
Það gæti þurft að greiða fyrir þjónustuna. Upplýsingar um framboð og mögulegan
kostnað fást hjá þjónustuveitunni.
Tengst við ytra drif
Veldu og haltu inni á ytra drifinu og veldu
Tengjast
á sprettivalmyndinni.
Nýju ytra drifi bætt við
1 Veldu
Valkostir
>
Nýtt drif
.
2 Sláðu inn heiti fyrir ytra drifið.
3 Sláðu inn veffang ytra drifsins, þar á meðal gáttarnúmerið.
4 Til að velja aðgangsstað sem á að nota til að tengjast við ytri disk velurðu
Aðgangsstaður
>
Notandi tilgreinir
. Ef þú velur
Spyrja þegar þörf er á
er beðið
um ákvörðunarstað eða aðgangsstað í hvert skipti sem forritið tengist við netkerfið.
5 Sláðu inn notandanafn og lykilorð, ef þjónusta fyrir ytra drifið krefst þess.
Stillingum ytra drifs breytt
Veldu
Ytri drif
og viðeigandi drif.
Notaðu forritið
Skráastjórn
til að fá aðgang að ytri drifunum þínum og vinna með
vistaðar skrár.
Tengimöguleikar 107