Nokia N8 00 - Neyðarsímtöl

background image

Neyðarsímtöl
Neyðarhringing
1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á tækinu.

2

Athugaðu hvort sendistyrkur sé nægilegur. Þú þarft e.t.v. líka að gera eftirfarandi:

Setja inn SIM-kort

Fjarlægja takmarkanir á símtöl sem þú hefur gert virkar í tækinu þínu, svo sem útilokun símtala, fast númeraval

eða lokaðan notendahóp.

Ef skjárinn og takkarnir á tækinu eru læstir skaltu opna þá.

3

Til að hreinsa skjáinn ýtirðu á valmyndartakkann eins oft og þörf er á.

4

Veldu

Hringja

.

5

Sláðu inn opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði.

6

Veldu

.

7

Gefðu nauðsynlegar upplýsingar með eins nákvæmum hætti og hægt er. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til

þess.

Þegar kveikt er á tækinu í fyrsta skipti er hugsanlega beðið um að stofnuð sé Nokia-áskrift. Ef hringja þarf neyðarsímtal meðan

áskrift er stofnuð skal ýta á valmyndartakkann.

Mikilvægt: Virkjaðu bæði símtöl í og úr farsímanum og netsímtöl ef tækið styður netsímtöl. Tækið kann að gera tilraun

til að hringja neyðarsímtöl bæði gegnum farsímakerfin og gegnum þjónustuveitu netsímtala. Ekki er hægt að tryggja tengingar

við hvaða skilyrði sem er. Treystu aldrei eingöngu á þráðlaust tæki ef um bráðnauðsynleg fjarskipti er að ræða, t.d. í

bráðatilvikum.