Nokia N8 00 - Sprengifimt umhverfi

background image

Sprengifimt umhverfi
Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem kann að vera sprengihætta. Farðu eftir leiðbeiningum sem gilda hverju sinni. Neistaflug

á slíkum svæðum getur valdið sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll. Slökkva skal á tækinu á

eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir í eldsneytisgeymslum, svæðum þar

sem geymsla og dreifing eldsneytis fer fram, efnaverksmiðjum eða þar sem verið er að sprengja. Svæði þar sem kann að vera

sprengihætta eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal eru svæði þar sem ráð gæti verið að slökkva á vél bifreiðar, í

farrýmum skipa, í efnageymslum eða við efnaflutninga og þar sem efni eða agnir, s.s. ryk, sót eða málduft gæti verið í lofti. Þú

ættir að leita upplýsinga hjá framleiðendum farartækja sem nota jarðgas (líkt og própan eða bútan) til að ákvarða hvort hægt

sé að nota þetta tæki á öruggan hátt nálægt þeim.